Fabio´s lovenest
Ástarhreiður Fabios
Tuesday, January 22, 2008
Monday, January 21, 2008
Oscar time
(99% ykkar mun örugglega finnast þetta vera leiðinlegasta færsla í heiminum.)
Á morgun verður tilkynnt hverjir fá tilnefningar til óskarsverðlaunanna. Ég ætla að gerast svo góður að spá fyrir hvaða myndir munu verða tilnefndar sem besta mynd. Ég held ég láti myndirnar duga og sleppi öllum öðrum tilnefningum, nenni ekki að spá of mikið í þessu.
Spáin er svona:
Bestu myndir ársins 2007 að mati óskarsins:
Atonement
Juno
Michael Clayton
No Country For Old Men
There Will Be Blood
Ég held það sé aðallega út af wishful thinking sem ég set There Will Be Blood hérna, maður er svona aðeins að reyna að Secreta þetta. Gefa mínum manni smá stuðning. Hún er nokkuð líkleg til að fá tilnefningu en gæti verið of óhefðbundin og skrítin fyrir óskar gamla. En hinar eru nokkuð líklegar, Atonement og Micheal Clayton eru nokkuð týpískar óskarsmyndir og Juno er litla indie mynd ársins(sbr. Little Miss Sunshine og Sideways t.d.) og svo er No Country For Old Men "The Critics Darling" myndin sem mun samt ekki fá óskarinn á endanum, svona svipað og Pulp Fiction og L.A. Confidential. Hvaða mynd mun síðan hneppa hnossið á endanum er aftur á móti mjög óljóst. Stundum er nokkuð augljóst hvaða mynd vinnur, ég get nefnt dæmi eins og Schindler´s List fyrir árið 1993 og Titanic fyrir 1997, en í þetta skipti er það bara alls ekki augljóst. Atonement vann Golden Globe verðlaunin en einhvern veginn finnst mér hún ólíkleg til að vinna. Af þessum finnst mér Michael Clayton óskarslegust en samt er ég ekki viss með hana, finnst hún skorta þetta sérstaka "eitthvað" til að vinna, og sömuleiðis Atonement líka. Þrátt fyrir það sem ég sagði áðan ætla ég að skjóta á að No Country For Old Men muni vinna þetta, það er líka kominn tími á Coen bræður! Hálf asnalegt að segja þetta án þess að hafa séð myndin en þá yrði þetta líkast til áhugaverðast myndin til að hljóta óskarinn síðan...jah...Midnight Cowboy ? Þetta virðist allaveganna vera mun minna hefðbundin mynd en t.d. Crash, A Beautiful Mind eða Chicago.
En ef einhver, eða einhverjar, af þessum myndum fá ekki tilnefningu munu einhverjar af þessum koma í staðinn: Into The Wild, The Diving Bell and The Butterfly og Gone Baby Gone. Ef einhver mynd sem ég hef ekki nefnt verður tilnefnd verður tilnefnd mun það koma mér mikið á óvart. Kannski smá séns á Before The Devil Knows You´re Dead eða Sweeney Todd en mér finnst þær samt ekki líklegar. Sömuleiðis Eastern Promises og American Gangster. Allar þessar myndir sem ég hef nefnt munu samt pottþétt fá einhverjar tilnefningar, fyrir leik eða handrit eða myndatöku Atonement, Michael Clayton, No Country For Old Men og There Will Be Blood munu t.d. pottþétt fá nokkrar tæknitilnefningar og leiktilnefningar hver og örugglega allar fyrir handrit. Juno mun síðan vinna fyrir besta frumsamda handrit(allar hinar eru byggðar á bók nema Michael Clayton en styrkur hennar liggur frekar í leik og leikstjórn en handriti). Ég hef verið nokkuð góður í spádómum mínum hingað til, held ég hafi aldrei náð að getað á nákvæmlega allar 5 en oft hefur bara munað einni mynd og aldrei meira en tveimur svo ég muni.
Draumaóskarinn væri líkast til einhvern veginn svona:
The Assassination of Jesse James by The Coward Robert Ford
Grindhouse
No Country For Old Men
There Will Be Blood
Zodiac
Maður má dreyma...
Af hverju er ég samt að spá í þessu? Óskarinn sökkar! Nei málið er það að þetta virðist vera áhugaverðasta kvikmyndárið hvað óskarinn varðar í mörg ár. Það er ótrúlega lítið af týpískum asnalegum óskarsmyndum á borð við Chocolat, Finding Neverland og The Hours. Sigurstranglegar myndir þetta árið eru að mestu, að því er virðist, frekar óhefðbundar myndir á borð við No Country For Old Men, There Will Be Blood og Juno. Ég sagði að Atonement og Micheal Clayton væru týpískar óskarsmyndir og þótt þær séu það að mörgu leyti þá tek ég þær langt fram yfir drasl eins og Chocolat og Chicago.