Kittie Porn
Það er alltaf hægt að treysta á Baggalút.
Ástarhreiður Fabios
Feministar hafa verið mikið í fréttum undanfarið og tjáð sig um hin og þessi málefni á misgáfulegan hátt. Ég tel sjálfan mig vera einhvers konar feminista þótt mér finnst þessir feministar oft vera í ruglinu, ég er mjög hlynntur jafnrétti kynjanna og er ekki hrifinn af hlutum eins og fegurðarsamkeppnum og þvíumlíku þar sem farið er með kvenfólk eins og þær séu nautgripir eða eitthvað. Aftur á móti er mér alveg sama þótt klámráðstefna sé haldin hér á landi, finnst það aðallega bara fyndið, en það er svo sem skiljanlegt að feministar hafi kvartað yfir henni. En í dag las ég eitt í fréttablaðinu sem mér fannst hreinlega fáránlegt og allt of langt gengið og vona ég að ekki verði meira gert úr þessu máli. Á forsíðu blaðsins stóð að kona ein hefði sakað Smáralind um klám í fermingarbækling og í fyrstu þótti mér ekkert að því enda eru fermingarbæklingar oft vafasamir en þegar ég las greinina kom í ljós að þessi kona hlýtur að vera algjör hálfviti. Lesiði bara greinina. Finnst ykkur þessi mynd vera á einhvern hátt klám? Konan segir að á myndinni ,,sé blandað saman sakleysi barnæskunnar ? "(stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning." Í bókmenntafræði kallast þetta oftúlkun. Þessi stelling er ekki mjög klámleg (ss ef kvenmaður beygir sig niður þá er það klámlegt? Skiptir engu hvernig hún beygir sig? Þetta er kannski í áttina en það þarf aðeins meira til) og þessi opni munnur er ekki beint klámmyndalegur heldur. Þetta er klámmyndar munnsvipurinn sem hún hefur verið að hugsa um en það er augljóslega mikill munur á þessum svipbrigðum. Svo ganga hér um bil allir kvenmenn einhverntíma í háhæluðum skóm þannig að það væri alveg eins hægt að segja að allar konur séu "klámdrottningar". Ég hef séð auglýsingar fyrir svokölluð fermingarnærföt og finnst mér þær mun vafasamari en þessi mynd sem mér finnst bara mjög saklaus. Ég á það nú til að hugsa sóðalega sjálfur um hluti en í þessu tilviki hefði mér ekki dottið neitt (mjög) sóðalegt í hug. Klámvæðingin svokallaða er mikið vandamál í nútíma samfélagi en þessi tilltekna mynd á Smáralindarbæklingum er ekki neitt. Ég heyri að 9 ára stelpur séu farnar að ganga í g-strengjum, það ætti frekar að gera eitthvað í því.