Shit, ég blogga allt of sjaldan. Klukkan er 06.24 og ég var að koma heim eftir langt laugardagskvöld en á þessu laugardagskvöldi tókst mér að vera samsekur í stuldi á fána sem ég síðan gaf vini mínum í afmælisgjöf. Einnig gerðist fleira skemmtilegt en ég nenni ekki að skrifa um það allt. Ég verð einn heima mestalla næstu viku og var að pæla í að halda en út af ýmsum ástæðum er ég eiginlega hættur við að halda það. Meðal annars af því að ég nenni því varla en líka af því að ég veit af öðru partíi sem mig langar sjálfur í. Ég get líka alltaf haldið partí einhverntíma seinna.
Ég varla beðið eftir 20. ágúst. Þá ætla ég að hætta að vinna og mun þá hefjast stutt sumarfrí áður en skólinn byrjar en mig hlakkar einmitt mikið til þess að skólinn byrji því það er miklu skemmtilegra að vera í skóla en að vinna. Meiri frítími meðal annars og svo hef ég miklu meira áhuga á náminu en þessarri skítavinnu. Þetta er svosem allt í lagi vinna og eflaust skárra en margt annað en ég er samt ekki að fíla hana. Þetta er svo einstaklega óáhugavert og einhæft þreytandi að það hálfa væri nóg. Svo er ég búinn að vera allt of mikið úti og er alveg viðbjóðslega brúnn. Svo er yfirmaður minn fífl sem kann lítið í mannlegum samskiptum. Ég heyri aldrei hvað hann segir og þegar ég heyri í honum skil ég lítið hvað hann er að fara og svo er hann með ööööööömurlegan húmor. Ég held að Gunnar, annar eigandanna, sé líka algjört fífl. Að minnsta kosti elskar hann Dabba kóng og rekur fólk fyrir smámuni.
Ég og Dabbi vinur minn(hinn raunverulegi Dabbi kóngur) erum búnir að stofna rapphljómsveitina BYGG, eða B Y DOUBLE-G sem stendur fyrir Bright Young Gay Guys. Representing! Fyrsta lagið er í vinnslu og mun heyrast einhverntíma á næstu árum.
Pistasíur rokka.
Franz Ferdinand eru að koma til Íslands. Það eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi.
Plötur:
Franz Ferdinand - Franz Ferdinand
Hot Hot Heat - Make Up The Breakdown
Isidor - Betty Takes A Ride
Buzzcocks - Singles Going Steady
TV On The Radio - Desperate Youth, Blood Thirsty Babes
The Unicorns - Who Will Cut Our Hair When We´re Gone ?
Tool - Lateralus
KK - Bein Leið