Bloggety blogg
Bloggi bloggi bloggi...alltaf gaman að blogga. Jámm veriði öll blessuð og sæl. Mikið er tíminn fljótur að líða. Sumarið er barasta að verða búið og mér finnst það vart byrjað. Kannski af því að það hefur varla neitt gerst. Jú Hróarskelda var stuð og ég er búinn að fara í nokkur skemmtileg partí og átti góða verslóhelgi en annars er þetta búið að vera frekar slappt sumar og ég hef litlu komið í verk og búinn að vera að vinna í leiðinlegru vinnu. Sem betur fer aðeins vika eftir af henni.
Ég er allaveganna orðinn viss um það eftir þetta sumar að verkamannavinna er alls ekki minn tebolli. Bæði finnst mér hún einkar leiðinleg og óáhugaverð og ég sökka í henni. Ég hef bara alls ekki neitt verkvit og á erfitt með að einbeita mér að svona vinnu. Svo eru verkamenn líka fífl. Nei ég segi svona. Þeir eru örugglega fínir margir hverjir en það er samt fullt af fíflum líka og ég á litla samleið með þessu liði. T.d voru tveir smiðir sem ég var handlangari fyrir sem eru algjör fífl. Fordómafullir, karlrembur og svona gaurar sem hafa aldrei rangt fyrir sér og ef maður er með e-n mótþróa þá segja þeir bara "engan kjaft". Djöfull voru þetta pirrandi gaurar.
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég get unnið við næst en ég ætla að reyna að finna mér e-ð sem er aaaaaaaaaaallt öðruvísi en verkamannavinna. Helst líka staður þar sem það er e-ð kvenfólk. Hingað til hef ég bara verið í vinnum þar sem allir starfsmennirnir eru karlkyns og það er bara ekki nógu gott. Of mikið testosterón fer bara illa með mann.
Annars var ég í partíi hjá honum Kristóferi sem var að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Ég þakka Kristó fyrir gott partí og einnig var gaman að hitta allt Þingóliðið aftur og ætla ég mér að reyna að halda meira sambandi við þau í framtíðinni en ég hef gert undanfarið. Þetta er bara ágætt fólk að mörgu leyti. Mér var illa við sumt af þessu liði á tímabili og fékk leið á þeim en þau hafa greinilega þroskast og ég líka. Lengi lifi Þingó! :D Annars lærði ég í þessu partíi að Geiri og áfengi fara ekki vel saman, Kristó á frænda sem lítur út eins og Jónsi í Svörtum fötum og að Eddie Murphy samdi eitt mjög skemmtilegt lag á 9. áratugnum sem fjallar um að setja hluti upp í afturendann.
hmmm já ætli ég segi þetta ekki bara gott núna. Eða hvað ? Jújú. Eða nei. Eitt enn. Ég ætla núna að byrja að lista einstök lög sem ég er að fíla og kvóta jafnvel stundum í þau(frumlegt ha ?).
Lög sem rokka:
Elbow - Any Day Now
"Got a lot of spare time. Some of my youth and all of my sense on overdrive."
!!! - The Step
"I said when are we done ?(held ég)"
Ratatat - Crips
Hot Hot Heat - Naked In The City Again
"Says she´s got it all...i don´t wanna be the one to tell her that she doesn´t"
Mínus - The Long Face
"I cry for the attention"
TV On The Radio - Ambulance
"I will be your accident if you will be my ambulance"
Yeah Yeah Yeah´s - Maps
"Wait, they don´t love you like i love you"
Megas - Þóttú gleymir guði
"Þótt þú gleymir guði, þá gleymir guð ekki þér"