Plögg
Í dag, sunnudaginn 14. ágúst, verður nýja sýning Stúdentaleikhússins(eða fátæka arms Stúdentaleikhússins) frumsýnt. Þetta er í fyrsta skipti sem Stúdentaleikhúsið setur upp sumarsýningu og leikritið sem við sýnum nefnist Rósinkrans og Gullinstjarna eru Dánir. Það fjallar um 2 menn, Rósinkrans og Gullinstjörnu, sem eru karakterar úr Hamlet eftir Shakespeare en virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeir eru bara persónur í leikriti. Leikritið fjallar síðan um tilraunir þeirra til að reyna að átta sig á aðstæðunum. Sýningin hefst kl. 20 og verður sýnt í TÞM á Hólmaslóð 2 upp í Granda. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin. Aðrar sýningar verða síðan fimmtudaginn 18. ágúst, föstudaginn 19. ágúst og sunnudaginn 21. ágúst. Líklega verða 1-2 sýningar í viðbót en ekki er komin staðfest dagsetning á þær. Allar sýningar eru kl. 20.
Allir að mæta og munið að það er frítt inn!