Saturday, July 26, 2008

What are they smoking there? I wanna try it.

Hvað er að gerast í Hollywood?

Fyrst fréttir maður að Werner Herzog ætli að endurgera Bad Lieutenant sem er meira en lítið súr pæling. Svo er Paul Verhoeven að fara að gera Thomas Crown Affair 2 sem er jafnvel enn súrari pæling. Verður hún þá stútfull af grófu ofbeldi, ríðingum og eiturlyfjanotkun? Það er svolítið erfitt að ímynda sér að maðurinn sem gerði Robocop, Starship Troopers og Showgirls sé rétti maðurinn í djobbið. Ekki að ég haldi hann muni gera þetta illa, þvert á móti treysti ég því að þetta gæti verið nokkuð áhugaverð mynd.

En síðan var ég að lesa súrustu fréttirnar af öllum. Það á að endurgera Robocop og Darren Aronofsky (Requiem For A Dream) mun leikstýra! Robocop er einmitt ein af mínum uppáhaldsmynum þannig að Aronofsky verður að standa sig! Vonandi verður hún jafn klikkuð og Requiem For A Dream.

Hvað fréttir maður svo næst? Steven Spielberg að endurgera Pink Flamingos? Jerry Bruckheimer að pródúsa endurgerð á meistaraverki Ingmar Bergman, The Seventh Seal? David Lynch að leikstýra National Treasure 3?

Monday, July 21, 2008

Flight of the Testicles

Eistnaflugsferðin í stikkorðum:

Heimsins besti Kalli. Kynflipp. Risavaxið álver. Sviðsskrekkur. Barnalög á rípít. Selma Björns með falsettu? Mæting 4 um nóttina. Tjaldvesen. Allir eru trúbadorar. America Fuck yeah! Með lufsu í vitlausu tjaldi. Napoleon Dynamite gaurinn. Sæta löggan og hin löggan. Svefnlaus nótt. Dóri Rauði. Hættuleg rennibraut. Hægbanki. Superman grýttur á sviði. "Á ég að spila með ykkur eða...?". Gummi Tormentor strippar. Jenni í Brain Police dýrkaður sem Guð. Arnar Eggert Thoroddsen í góðum fílíng. Sindri Eldon í matrósafötum. Tóti í Severed Crotch kennir fólki að sleikja píku. Svefnmikil nótt. Dóri rauði heimsóttur í annað skipti. "This thing in my pants is meant for you". Dani í sánu. Lessur í Mammút. Uppi á sviði með HAM. Arnar Eggert Thoroddsen ber að ofan, sveittur og rekinn af sviðinu. Technodans með metalhausum. Kveikt í stólum. Löggan nær ekki að slökkva eldinn. Vakkúmpakkað grill. Ræjað alla nóttina. Ræ ræ ræ. Eigum við að ræja það? Næpuhvítir og hálfnaktir rokkarar að morgni. Tvisvar látinn blása. Tómatsósu stolið og sprautað út um allt. Eitt blákalt andartak. Beðið eftir Crepes í hálftíma. Meira ræ. Heim.

Tímaröðin hefur riðlast eitthvað.

Hérna eru síðan nokkrar vel valdar myndir: