Jæja, langt síðan maður hefur bloggað. Það er bara allt of mikið að gera hjá manni, æfingar á fullu og svo þarf maður að sinna skólanum og inn á milli hef ég kosið að vera frekar að horfa á myndir, lesa bækur, hlusta á tónlist og hanga með vinum mínum frekar en að blogga.
Það er komið nokkurn veginn á hreint með leikritið. Við ætlum að taka
Mávinn eftir Chekov og uppfæra það í nútímann og svo bæta við e-m elementum úr öðrum verkum Chekovs. Það var castað í dag og ég fékk ekki hlutverk, var heldur ekkert að búast við því þar sem bæði gátu ekkert allir fengið hlutverk og svo eru miklu betri leikarar þarna en ég. Ég er líka alveg til í að vera einhvers konar tæknimaður enda er það hvort sem er e-ð sem mig langar til að vinna við seinna meir þannig að mér veitir ekki af reynslunni. Þessa vikuna verður samt hlé á þessu þar sem við ætlum að hafa nokkrar aukasýningar af
Þú Veist Hvernig Þetta Er. Ef þið hafið enn ekki séð það þá verður þetta síðasta tækifærið til að sjá þessa hreint út sagt mögnuðu sýningu og verða sýningar 9, 10, 11 og 13 feb. Þann 9. feb verður sýnt kl. 8, 10. feb verður sýnt 8 og 11, 11. feb verður sýnt kl. 12 og 13. feb verður sýnt kl. 8.
Annars fór ég í mjög feita skálaferð með krökkunum úr Stúdentaleikhúsinu um helgina og gerðist ýmislegt þar. Það var drukkið og dansað og sungið og étið og pissað og kúkað og ælt og spilað og hözzlað og kynmök stunduð. Þetta var mikið fjör og mikið gaman og mun þessi ferð líða mér seint úr minni.
Svo hef ég að undanförnu séð fullt af góðum myndum. Hér koma nokkrar stuttar gagnrýnir:
Meet The Fockers: Ágætis vitleysa en ekki mikið meira en það. Að mörgu leyti mjög týpísk framhaldsmynd og ekki nærri eins góð og sú fyrsta. Engu að síður hin ágætasta skemmtan og á köflum mjög fyndin og full af skemmtilegum undirtexta. Einkunn: 54 af 100.
Spellbound: Stórskemmtileg og einkar áhugaverð mynd um hið undarlega stafsetningarkeppnafyrirbæri. Á hverju ári er haldin stór stafsetningarkeppni þar sem 249 krakkar á aldrinum 10-14 ára keppa um hver sé bestur í að stafsetja á landinu. Við fylgjumst með 8 krökkum sem tóku þátt í keppninni og síðan keppnini sjálfri. Myndin er eiginlega bara nokkuð góð innsýn inn í lífið í Bandaríkjunum. Hvað allt snýst rosalega mikið um samkeppni þar og í raun hversu klikkað landið er. Ég mæli eindregið með þessarri. Einkunn: 75 af 100.
Crimson Gold: Írönsk mynd sem fjallar um ungan pizzusendil sem er drifinn af klikkuðu samfélagi til þess að ræna gimsteinabúð. Myndin byrjar á ráninu og síðan fylgjumst við með aðdragandanum. Í raun gerist ósköp lítið í þessarri mynd en engu að síður náði hún að hrífa mig með sér. Þarna er að finna mjög áhugaverða mynd af írönsku þjóðfélagi og stéttaskiptingu sem virðist ráða ríkjum þar. Mögnuð kvikmyndagerð og mjög skemmtilegur húmor í þessarri mynd. Einkunn: 72 af 100
The Aviator: Hreint út sagt er þessi mynd algjör snilld. Besta mynd Scorsese síðan Goodfellas og á vel skilið 11 óskarstilnefningar. Kvikmyndagerðin er svo góð hérna að myndin er hreinn unaður að horfa á á köflum. Howard Hughes var greinilega magnaður karakter og Leonardo Dicaprio er alveg fáránlega góður í þessarri mynd og er að gera mjög góða hluti. Einkunn: 83 af 100.
Team America: World Police: Nýjasta mynd Trey Parker og Matt Stone nær ekki sömu hæðum og South Park myndin að mínu mati. Ég held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið í bíó og þegar ég sá SP myndina í fyrsta skipti en ég get ekki sagt það sama um þessa. Vissulega mjög fyndin mynd og kannski var ég að búast við of miklu en ég var að minnsta kosti ekki í neinum hláturskrampa og einhvern veginn finnst mér eins og hún hefði geta orðið enn klikkaðri og ádeila enn beittari. Í heildina séð er þetta samt fínasta mynd og margt mjög fyndið í henni eins og "dick v/s pussies" ræðan, "i like your balls" og Matt Damon. Einkunn: 65 af 100.
Meira er það ekki í bili.
Plötur:
Queens Of The Stone Age - Queens Of The Stone Age(9/10)
Queens Of The Stone Age -Songs For The Deaf(11/10)
The Strokes - Is This It ?(9.5/10)
Trúbrot - Mandala(10/10)
The Arcade Fire - Funeral(10/10)
The Magnetic Fields - Get Lost
Bright Eyes - Lifted Or The Story Is In The Soil, Keep Your Ear To The Ground
Spoon - Kill The Moonlight
Spoon - Girls Can Tell
Scissor Sisters - Scissor Sisters
Beach Boys - Pet Sounds
Wilco - A.M
The Walkmen - Bows and Arrows