Thursday, February 10, 2005

zzzzzzzzzzz

Mér finnst gott að sofa. En því miður fæ ég ekki alltaf að sofa nógu mikið. Ég er einn af þessum svokölluðu næturhröfnum og á mjög erfitt með að fara að snemma að sofa. Það er svo langt síðan ég fór að sofa fyrir miðnætti að ég hreinlega man ekki eftir því. En út af þessu er ég oft geðveikt þreyttur. Svo virðist sem mín líkamsklukka sé þannig að ég verð þreyttur svona 2-3 og þarf að sofa í minnst 8 tíma til að vera ekki þreyttur. En yfirleitt fæ ég bara svona 6 tíma svefn og er oft hálfsofandi í skólanum. Þetta er ekki gott en ég á mjög erfitt með að breyta þessu. Er búinn að reyna í mörg ár en er bara ekki að ná því að gera það.

En af hverju er ég svona mikill næturhrafn ? Af hverju eru sumir svona og aðrir ekki ? Svo eru sumir sem fá bara 5-6 tíma svefn á hverri nóttu en eru samt alltaf gegt hressir og virðast geta haldið sér vakandi auðveldlega í skólanum. Ég skil það fólk ekki. Hvað er málið með þetta svefnrugl ?

Banani

Klám.

Meira blaður

Já, jæja, jújú. Þessi færsla sem ég gerði í gær var löng og ruglinsleg og biðst ég velvirðingar á því en ég bara varð að koma þessu frá mér. Það er ágætt að skrifa svona bull og fá smá feedback og þá fær maður kannski fleiri hugmyndir. Það var kannski full langt gengið að halda því fram að Y-kynslóðin muni bjarga heiminum en ég held að hann sé ekkert að fara að tortímast heldur. Heimurinn hefur oft farið í fokk, sem dæmi um það eru heimsstyrjaldirnar tvær og ýmsar fleiri smærri styrjaldir sem hafa verið haldnar gegnum aldirnar. Svo eru það miðaldirnar. Þær eru ekki kallaður "The Dark Ages" út af ekki neinu. En alltaf hefur heimurinn náð að rétta sig við og ég held að lífið hafi í raun aldrei verið betra en núna. Reyndar bara fyrir suma. En það eru eflaust fleiri hamingjusamir núna en nokkurn tíma áður(miðað við höfðatölu :D) og fleiri tækifæri. Það er líka meiri græðgi og spilling og náttúran er reyndar komin í algjört fokk. Bara svona heilbrigt jafnvægi af góðu og slæmu. Eða eitthvað.

Held það sé nóg komið af þessu rugli í bili.

Nýja platan með Beck er snilld.

Y-kynslóðin

Ég var að lesa mjög áhugaverða grein sem fjallar um hina svokölluðu Y-kynslóð en það á víst að vera kynslóðin mín. Þetta fannst mér mjög áhugaverð grein því þarna var verið að fjalla um hluti sem ég hef mjög mikið verið að pæla í á undanförnum árum. Einfaldlega það hvernig kynslóð mín kynslóð er, hvað einkenni hana og hvernig muni framtíð hennar verða. Á undan minni kynslóð var hin svokallað X-kynslóð. Y-kynslóðin fæddist á árunum 1982-1995 samkvæmt greininni en þá er hægt að segja að X-kynslóðin hafi fæðst á árunum 1968-1981. Annars eru mörkin þarna á milli mjög loðin. Ég hef mörg X-kynslóða einkenni eins og til dæmis er ég mjög hrifinn af ´80´s menningu, flestar uppáhaldsmyndirnar mínar eru frá þeim tíma og ég fíla vel tónlist frá þeim tíma. Það er samt aðallega því að systkini mín eru öll miklu eldri en ég og höfðu mikil áhrif á mig hvað þessa hluti varðar. En allaveganna. Ég veit hreinlega ekki hvað ég ætla mér að segja í þessarri færslu. Bara það að þessi grein staðfesti ýmislegt um mína kynslóð. Mín kynslóð er alin upp við internetið, mp3, dvd og fjöldan allan af sjónvarpsstöðum. Þetta er kynslóð sem horfir á stríð og hörmungar í beinni útsendingu. Þetta er líka mikil neyslukynslóð. Við erum alltaf að borða ruslfæði á bandarískum skyndibitastöðum, leigja dvd myndir og eigum öll gemsa og ipod.

En hvað verður svo um okkur ? Hvernig verður heimurinn eftir 20 ár þegar næsta kynslóð tekur við ? Er þetta allt að fara út í meira og meira rugl ? Verða settir litlir harðir diskar í heilann á krökkum og þráðlaust net og svo sett á þau gleraugu með skjá og áður en þau byrja að tala eru þau byrjuð að kaupa sér hor úr dóttur hennar Britney Spears á ebay ?

Fyrir ekki einu sinni 10 árum voru fáir með internetið og næstum enginn með gsm síma en samt var það ekkert vandamál en núna virðist fólk ekki geta lifað án þessara hluta nú til dags. Svo virðist sem að menn séu endalaust að búa til nýjar og nýjar gerviþarfir. Það koma reglulega nýjar uppfinningar í almenningsnotkun sem fólk gat vel lifað án áður fyrr en eftir nokkur ár getur það ekki lifað án þessarra hluta ? Þetta endar kannski með því að fólk verður framleitt á færibandi eins og í bókinni Brave New World. Í þeirri bók átti líka fólk að taka sérstaka pillu ef þeim leið illa og gagnrýnin hugsun var ekki til. Þegar ég las þessa bók fyrir 4 árum fannst mér eins og heimurinn væri á leiðinni að enda eins og heimurinn í þeirri bók og núna er ég enn vissari.

Samt ekki.

Í rauninni er þetta örugglega allt á yfirborðinu. Málið er það að við höfum fáránlega mikla möguleika, mun meiri en kynslóðirnar á undan okkur. Lífið í dag er tiltölulega auðvelt, þannig séð. Fólk nú til dags er mun menntaðra en áður og svo eru bíómyndir og internetið að hjálpa mikið við að mennta fólk(eða mennta suma og gera aðra að heilalausum uppvakningum). Fólk er orðið mjög meðvitað og mun meira líbó en áður. Vinsældir Gay pride er t.d gott dæmi um það. Jú, heiminum er enn stjórnað af fíflum en vonandi verður það ekki svo eftir ca. 20 ár. Eða hvað ? Samkvæmt e-i könnun eru ca. helmingur bandarískra menntaskólanema fylgjandi ritskoðun á meðan kannski svona þriðjungur kennara var fylgjandi henni. Svo virðist sem Bush sé að takast að ala upp heila kynslóð af hálfvitum.

Æji, ég veit ekki. Ég veit voða lítið hvað ég er að segja og eflaust er ég ekki að meika neinn sens. En það er spurning hvort hlutirnir hafi ekki bara alltaf verið eins og þeir eru í dag ? Bandaríkjaforsetar hafa verið að fara í tilgangslaus stríð í marga áratugi. Það er alveg eins hægt að líkja íraksstríðinu við Hiroshima eða Víetnamstríðið. Svo ekki sé minnst á Kóreustríðið og persaflóastríðið. Og ætli það hafi ekki álíka vitleysingar og Dabbi Odds og Dóri Ásgríms stjórnað Íslandi ? Kennaraverkföll eru búin að koma með reglulegu millibili undanfarna áratugi og þannig mæti lengi áfram telja.

Málið er þetta: Það er ansi margt sem bendir til að heimurinn sé að fara til fjandans en í rauninni er hann búinn að vera að gera það nokkuð lengi. Við erum bara að verða meðvitaðri um það þökk sé internetinu og sjónvarpinu. Kannski það fari að koma að því að fólk fari að gera e-ð í málunum. Núna veit fólk um allt ruglið og eflaust hlýtur einhver að þora að lagfæra málin. Það gæti kostað blóð, svita og tár en þannig er lífið.

Y-kynslóðin gæti verið kynslóðin sem reddaði málunum. Kynslóðin sem gerði heiminn að betri stað. Eða ekki. Það kemur í ljós.


Plötur:

Kasabian - Kasabian
The Knife - Deep Cuts(8.5/10)
The Magnetic Fields - 69 Love Songs
Animal Collective - Sung Tongs
Massive Attack - Mezzanine
Spoon - Girls Can Tell
Spoon - Kill The Moonlight

Monday, February 07, 2005

Mynd

Jæja, þá er maður búinn að setja svona flotta mynd efst. Eretteggi cool ?

Djöfull er rökfræði leiðinleg.

Sunday, February 06, 2005

Ofsoðin núðlusúpa

Jæja, langt síðan maður hefur bloggað. Það er bara allt of mikið að gera hjá manni, æfingar á fullu og svo þarf maður að sinna skólanum og inn á milli hef ég kosið að vera frekar að horfa á myndir, lesa bækur, hlusta á tónlist og hanga með vinum mínum frekar en að blogga.

Það er komið nokkurn veginn á hreint með leikritið. Við ætlum að taka Mávinn eftir Chekov og uppfæra það í nútímann og svo bæta við e-m elementum úr öðrum verkum Chekovs. Það var castað í dag og ég fékk ekki hlutverk, var heldur ekkert að búast við því þar sem bæði gátu ekkert allir fengið hlutverk og svo eru miklu betri leikarar þarna en ég. Ég er líka alveg til í að vera einhvers konar tæknimaður enda er það hvort sem er e-ð sem mig langar til að vinna við seinna meir þannig að mér veitir ekki af reynslunni. Þessa vikuna verður samt hlé á þessu þar sem við ætlum að hafa nokkrar aukasýningar af Þú Veist Hvernig Þetta Er. Ef þið hafið enn ekki séð það þá verður þetta síðasta tækifærið til að sjá þessa hreint út sagt mögnuðu sýningu og verða sýningar 9, 10, 11 og 13 feb. Þann 9. feb verður sýnt kl. 8, 10. feb verður sýnt 8 og 11, 11. feb verður sýnt kl. 12 og 13. feb verður sýnt kl. 8.

Annars fór ég í mjög feita skálaferð með krökkunum úr Stúdentaleikhúsinu um helgina og gerðist ýmislegt þar. Það var drukkið og dansað og sungið og étið og pissað og kúkað og ælt og spilað og hözzlað og kynmök stunduð. Þetta var mikið fjör og mikið gaman og mun þessi ferð líða mér seint úr minni.

Svo hef ég að undanförnu séð fullt af góðum myndum. Hér koma nokkrar stuttar gagnrýnir:

Meet The Fockers: Ágætis vitleysa en ekki mikið meira en það. Að mörgu leyti mjög týpísk framhaldsmynd og ekki nærri eins góð og sú fyrsta. Engu að síður hin ágætasta skemmtan og á köflum mjög fyndin og full af skemmtilegum undirtexta. Einkunn: 54 af 100.

Spellbound: Stórskemmtileg og einkar áhugaverð mynd um hið undarlega stafsetningarkeppnafyrirbæri. Á hverju ári er haldin stór stafsetningarkeppni þar sem 249 krakkar á aldrinum 10-14 ára keppa um hver sé bestur í að stafsetja á landinu. Við fylgjumst með 8 krökkum sem tóku þátt í keppninni og síðan keppnini sjálfri. Myndin er eiginlega bara nokkuð góð innsýn inn í lífið í Bandaríkjunum. Hvað allt snýst rosalega mikið um samkeppni þar og í raun hversu klikkað landið er. Ég mæli eindregið með þessarri. Einkunn: 75 af 100.

Crimson Gold: Írönsk mynd sem fjallar um ungan pizzusendil sem er drifinn af klikkuðu samfélagi til þess að ræna gimsteinabúð. Myndin byrjar á ráninu og síðan fylgjumst við með aðdragandanum. Í raun gerist ósköp lítið í þessarri mynd en engu að síður náði hún að hrífa mig með sér. Þarna er að finna mjög áhugaverða mynd af írönsku þjóðfélagi og stéttaskiptingu sem virðist ráða ríkjum þar. Mögnuð kvikmyndagerð og mjög skemmtilegur húmor í þessarri mynd. Einkunn: 72 af 100

The Aviator: Hreint út sagt er þessi mynd algjör snilld. Besta mynd Scorsese síðan Goodfellas og á vel skilið 11 óskarstilnefningar. Kvikmyndagerðin er svo góð hérna að myndin er hreinn unaður að horfa á á köflum. Howard Hughes var greinilega magnaður karakter og Leonardo Dicaprio er alveg fáránlega góður í þessarri mynd og er að gera mjög góða hluti. Einkunn: 83 af 100.

Team America: World Police: Nýjasta mynd Trey Parker og Matt Stone nær ekki sömu hæðum og South Park myndin að mínu mati. Ég held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið í bíó og þegar ég sá SP myndina í fyrsta skipti en ég get ekki sagt það sama um þessa. Vissulega mjög fyndin mynd og kannski var ég að búast við of miklu en ég var að minnsta kosti ekki í neinum hláturskrampa og einhvern veginn finnst mér eins og hún hefði geta orðið enn klikkaðri og ádeila enn beittari. Í heildina séð er þetta samt fínasta mynd og margt mjög fyndið í henni eins og "dick v/s pussies" ræðan, "i like your balls" og Matt Damon. Einkunn: 65 af 100.

Meira er það ekki í bili.

Plötur:

Queens Of The Stone Age - Queens Of The Stone Age(9/10)
Queens Of The Stone Age -Songs For The Deaf(11/10)
The Strokes - Is This It ?(9.5/10)
Trúbrot - Mandala(10/10)
The Arcade Fire - Funeral(10/10)
The Magnetic Fields - Get Lost
Bright Eyes - Lifted Or The Story Is In The Soil, Keep Your Ear To The Ground
Spoon - Kill The Moonlight
Spoon - Girls Can Tell
Scissor Sisters - Scissor Sisters
Beach Boys - Pet Sounds
Wilco - A.M
The Walkmen - Bows and Arrows