Put the glasses on!
Þessi sena er úr myndinni They Live eftir John Carpenter og er að mínu mati ein besta slagsmálasena allra tíma, ef ekki sú besta. Njótið vel.
Ástarhreiður Fabios
Þessi sena er úr myndinni They Live eftir John Carpenter og er að mínu mati ein besta slagsmálasena allra tíma, ef ekki sú besta. Njótið vel.
Blogg þetta hefur hrakað í gæðum og afköstum að undanförnu og hefur maður lofað ýmsu fögru um meira blogg og feita færslu um Hróarskeldu en ekki staðið við þau loforð. Ég var reyndar meira og minna netlaus í mánuð eða svo frá miðjum júlí til miðs ágústmánaðar og gat því lítið verið að blogga um Hróa þá og nú er svo langt liðið að ég veit ekki hvort það taki því að blogga um hátíðina. Ég læt ef til vill duga að birta myndir. Sjáum til. Annars hef ég ákveðið að hætta að taka þetta blogg nokkuð alvarlega í bili og breyta því í nokkurs konar bullblogg. Ég ætla að byrja á því að telja upp 10 svölustu bíómyndatitla sem mér dettur í hug í augnablikinu. Gjösssovel!