Wednesday, May 21, 2008

Indie is the new mainstream!

Nýjasta plata indie grúppunar Death Cab For Cutie toppaði Billboard listann þessa vikuna. Hversu indie er hljómsveit þegar hún toppar Billboard listann? Er ekki kominn tími á að endurskýra þessa stefnu? Indie hefur allaveganna lítið með óháða tónlist að gera þessa dagana, heldur er það bara ákveðið sánd....sem nær samt ansi vítt, og er orðið frekar vinsælt núorðið.

Ég segi samt bara til fjandans með skilgreiningar. Hlustið bara á tónlistina og njótið hennar og ekki spá í hvort hún sé vinsæl eður ei. Mér finnst allaveganna Death Cab For Cutie vera fínasta hljómsveit. Ég fíla samt hliðarverkefni söngvarans Ben Gibbard, The Postal Service, ennþá meira. Er ekki að fara að koma ný plata frá þeim?

Ekki samkvæmt Wikipedia þar sem stendur: Gibbard stated that he and Tamborello were unlikely to release another album "before the end of the decade.

Damn!