Tuesday, November 21, 2006

Another one gone...

Í dag er mikill sorgardagur. Einn stórfenglegasti, afkastamesti og misjafnasti leikstjóri allra tíma, Robert Altman, geispaði golunni í gær. Altman var 81. árs gamall og taldi ég að maðurinn væri enn í fullu fjöri, enda nýbúinn að leikstýra einni mynd, en svo var víst ekki og leikstýrði hann víst síðustu mynd sinni, A Prairie Home Companion, að mestu í hjólastól. Altman sendi frá sér um 40 myndir á sínum langa ferli en hann vann lengi í sjónvarpi áður en leikstjórnarferill hans hófst af alvöru. Altman var mjög afkastamikill á 8. og 9. áratugnum og leikstýrði næstum 30 myndum á 20 árum en róaði sig síðan aðeins á seinni árum. Meðal helstu mynda hans eru MASH, McCabe and Mrs. Miller, Nashville, The Player, Shorts Cuts og Gosford Park. Robert Altman, þín verður sárt saknað. Hér fyrir neðan koma svo nokkrar myndir af meistaranum, svona smá tribute.