Thursday, August 24, 2006

Múzíkvídjó

Þá er ég loksins, loksins búinn að klippa þetta blessaða tónlistarmyndband sem ég er búinn að vera að vinna í að undanförnu og þar sem lifum á tækniöld þá tekur enga stund að snara svona myndband yfir á netið og hef ég gjört það. Hin æðislega síða youtube bíður upp á þessa frábæru þjónustu en sú síða er engu að síður takmörkum háð (auk þess sem ég klippti myndbandið í drasl forriti með lélegan encoder) sem leiddu til þess að myndbandið er ekki í bestu gæðum. En ekki örvænta, þetta er vonandi aðeins tímabundið vandamál. Ég mun finna leið til þess að setja myndbandið á netið í betri gæðum. En í bili verður þetta að duga og ef þið viljið sjá myndbandið þá er það hægt hérna beint fyrir neðan. Fyrir þá sem vita ekki þá er þetta myndband við lagið Bathtub með hljómsveitinni Ask The Slave. Ask The Slave er nýtt og ferskt band sem er að fara gefa út sína fyrstu plötu á næstunni og tel ég að þeir muni verða stórt nafn á næstu misserum. Ef þið viljið vita meira um þá eiga þeir myspace síðu.

(út af html fokki get ég ekki haft þetta stærra hérna þannig að ef þið viljið sjá þetta stærra þá fariði bara hingað)




Endilega segið mér svo hvað ykkur finnst. Öll gagnrýni er vel þegin.