Saturday, June 11, 2005

Mikið að gera

Langt er síðan ég hef bloggað seinast og það einfaldlega vegna þess að ég hef haft mikið að gera. Vinnan tekur sinn toll þar sem ég er að vinna alla virka daga frá 8-18 og svo fer ég alltaf beint í sturtu eftir vinnu og slappa síðan aðeins af fram að kvöldmat. Eftir það er klukkan oftast orðin 8 og þá vill maður fara að gera e-ð af viti og er það að blogga ekki efst á listanum.

Margt hefur drifið á daga mína að undanförnu og ber þar helst að nefna lokasýningu Þú Veist Hvernig Þetta Er í Þjóðleikhúsinu, árshátíð Baggalúts, unplugged tónleika með Bob, Jakobínarína og Johnny Poo, Iron Maiden tónleikana og nokkrar bíóferðir. Allt var þetta mjög gaman(nema Iron Maiden tónleikarnir því miður, meira um það seinna) og munu minningar um þessa atburði lifa lengi í huga mínum.

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili þar sem ég er á leiðinni í partí en vonandi mun ég finna mér tíma til að skrifa betur um þessa atburði á morgun.

Ein gáta: Þrjár mjög vinsælar Hollywood gamanmyndir byrja á cum shoti. Hvaða myndir eru það ?

Nokkrar myndir:

Layer Cake(65)
Bride and Prejudice(30)
Sin City(79)
Gargandi Snilld(67)

Plötur:

Trabant -Emotional (86)
Trabant - Moment Of Truth
Blonde Redhead - In an Expression of The Inexpressible
Thunderbirds Are Now! - Doctor, Lawyer, Indian Chief
Violent Femmes - Hallowed Ground
Vitalic - Ok Cowboy
The White Stripes - Get Behind Me Satan
At The Drive-In - Acrobatic Tenement
Antony and The Johnsons - I Am A Bird Now
Iron Maiden - Best of The Beast
System Of A Down - Toxicity(70)
System Of A Down - Mesmerize(76)
Built To Spill - Perfect From Now On
Gomez - Bring It On(88)
Sonic Youth - Daydream Nation
Sonic Youth - Dirty
Sonic Youth - Evol