Wednesday, March 30, 2005

Bobby er kominn!

Þegar Keikó kom til landsins hér um árið var samið lag um það með textanum "Keikó, Keikó er kominn!". Þetta lag var sungið af nokkrum litlum krökkum og var ansi hresst og grípandi(*hóst*). En fyrst þetta var gert fyrir Keikó af hverju er þá ekki búið að semja lag um Bobby Fischer ? Mér þætti mjög gaman að heyra hóp af litlum krökkum syngja "Bobby, Bobby er kominn!"

.............

Ég skellti mér á myndina Be Cool í bíó. Ég var svosem ekki að búast við miklu en hélt samt að hún gæti kannski verið þolanleg afþreying. En svo var ekki. Be Cool er ekkert nema drasl. Alveg einstaklega leiðinleg, tilgangslaus og pirrandi mynd. Þegar ég gekk út af myndinni hugsaði ég "Um hvað var þessi mynd ?" og mér datt ekkert í hug. Þessi mynd var ekki um neitt. Eflaust hefur þetta átt að vera einhvers konar ádeila á tónlistarbransann en það hefur misheppnast hrapalega og myndin virðist að mestu ganga út á tilraunir nokkura glæpagengja til að ráða Chili Palmer, persónu John Travolta, af dögum. Myndin virðist hafa verið gerð í voðalegum hálfkæringi og hengur einhvern veginn voðalega illa saman. Hún er full af algjörlega dauðum senum sem þjóna litlum sem engum tilgangi, meikar voðalega lítin sens og svo er hún alveg hrikalega illa leikstýrð. Leikstjórinn virðist ekki hafa hugmynd um hvernig á að enda senu og þær enda oft á fáránlegum stöðum, leikararnir virðast algjörlega glórulausir um hvað þeir eru að gera og kamerunni virðist oft hafa verið skellt bara einhvers staðar. Svo er gerð tilraun til að endurverkja Pulp Fiction stemninguna með því áð láta John og Umu dansa en sú sena er svo fáránlega illa gerð, og dansinn svo slappur að það mistekst allverulega. Svo virðist aðaltilgangur senunnar vera sá að sýna hljómsveitina Black Eyed Peas. Ég gæti haldið endalaust áfram að tala um galla myndarinnar en ég nenni því ekki lengur. Kostir myndarinnar eru eiginlega engir, mér dettur a.m.k fátt í hug. Fullt af góðum leikurum í henni en þeir hafa bara úr engu að moða og gera því lítið fyrir myndina. The Rock og Andre 3000 komast næst því að gera e-ð en það dugir samt ekki. En þeir eru greinilega báðir ágætis leikarar og fá vonandi e-r betri tækifæri til að sýna hæfileika sína á næstunni. Be Cool rembist eins og rjúpa við staur við að vera fyndin en eina sem mér fannst virkilega fyndið var þegar Fred Durst birtist í henni. Eina sem hann gerir er að standa og segja ekki neitt en hann var bara e-ð svo fáránlegur og algjörlega út úr kú að ég gat ekki annað en hlegið. En í stuttu máli þá er Be Cool ömurleg mynd og ég mæli með að allir forðist hana. Hún fær 20 af 100 hjá mér.


...............

Annars átti ég ágætis páskafrí sem fór að mestu í afslöppun og chill. Ég horfði á nokkrar myndir, kíkti aðeins í bæinn en tók því að mestu rólega, kannski aðeins of rólega. Hef ekkert meira að segja í bili. Bless og takk fyrir mig.

Plötur

Beck - Guero(10/10)
Beck - Sea Change(9/10)
The Shins - Chutes Too Narrow(9/10)
Belle and Sebastian - Dear Catastrophe Waitress(8/10)
Tom Waits - Mule Variations
Tom Waits - The Early Years Vol. 1
The Postal Service - Give Up
Megas - Megas
Kasabian - Kasabian(8/10)
TV On The Radio - Desperate Youth, Bloodthirsty Babes(8.5/10)
Four Tet - Dialogue
The Fiery Furnaces - Blueberry Boat