Tuesday, August 03, 2004

It´s a crazy world we´re living in.

Halló, halló, halló. Veriði öll blessuð og sæl og góðan og blessaðan daginn og hið hip húrr....já...Hæ. Jæja. Þá er verslunarmannahelgin afstaðin og hún var bara ansi hreint skemmtileg hjá mér. Ég og nokkrir félagar mínir eyddum henni í sumarbústað þar sem stunduð var mikil spilamennska og mikið chillað og eitthvað drukkið og smá grillað. Þetta var mikið fjör og mikið gaman og eflaust ein besta verslunarmannahelgi sem ég hef upplifað í langan tíma, ef ekki sú besta. Spurning með að endurtaka leikinn að ári jafnvel.

Jámm svo endurnýjaði ég kynni mín við heimsmetabók Guinness um helgina þar sem eitt eintak af henni var í sumarbústaðnum. Á mínum yngri árum las ég þá bók alveg óspart og fannst mér fátt skemmtilegra en svo náttúrulega fékk ég leið á henni á endanum. En eftir nokkurra ára hlé fannst mér mjög gaman að endurnýja kynni mín við bók þessa og það er alveg hreint ótrúlegt hvað sumt fólk hefur gert eða lent í. Til dæmis var einn maður sem átti að hafa hikstað í rúm 50 ár og annar sem hnerraði í 155 daga og þannig mætti lengi áfram telja. Það er sagt að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi en það er náttúrulega bara orðatiltæki. En eftir að hafa lesið þetta er mér bara spurn hvort það sé ekki barasta all hægt! :D Allaveganna þá er heimsmetabók Guinness magnað lesefni og mæli ég með lestri hennar.

Jæja. Bless í bili og takk fyrir mig,

Plötur:

Beck - Midnite Vultures
Beastie Boys - Ill Communication
Nick Drake - Pink Moon
Mínus - Halldór Laxness
Wilco - Yankee Hotel Foxtrot