Þú ert enginn Johnny Depp

Þá er komið að hinu hálfsárslega plöggi fyrir stúdentaleikhúsið. Að þessu sinni erum við að sýna verk sem nefnist "Þú ert enginn Johnny Depp" og er byggt á Stanford Prison Experiment en það er tilraun sem var gerð í Bandaríkjunum árið 1971 þar sem nokkrir háskólanemar voru fengnir til að þykjast vera fangar og fangaverðir í 2 vikur. Átti þetta að vera félagsfræðileg könnun á mannlegri hegðun til að sjá hvernig venjulegt fólk myndi hegða sér í svona aðstæðum. Tilraunin fór síðan í vaskinn og var hætt eftir 6 daga. Fangaverðirnir voru farnir að misþyrma sumum föngunum og sumir fangarnir voru farnir að sýna alvarleg þunglyndiseinkenni. Eflaust kannist einhver ykkar við þýsku myndina Das Experiment sem var byggð á sömu tilraun. Leikritið er alls ekki byggt á myndinni heldur er þetta frumsamið verk sem notar tilraunina sem grind. Hvað titilinn á sýningunni varðar þá verðiði bara að sjá hana til að skilja.

Sunnudaginn 19. Nóv
Mánudaginn 20. Nóv
Fimmtudaginn 23. Nóv
Föstudaginn 24. Nóv
Laugardaginn 25. Nóv
Miðvikudaginn 29. Nóv
Fimmtudaginn 30. Nóv
Föstudaginn 1. Des
Hægt er að nálgast miða á midi.is og þar eru einning nánari upplýsingar um verkið.
