Monday, January 30, 2006

Chuck Norris CAN believe it's not butter.

Blogg blogg bloggedí blogg. Þið verðið að afsaka bloggleti mína, ég er ansi önnum kafinn þessa dagana.

Í gær sá ég Munich eftir Stefán Spilaborg. Hún var mjög góð. Margir halda eflaust að hér sé á ferðinni einhvers konar gyðingaáróður en þvert á móti þá eru Ísrealar, eða Ísrealska leyniþjónustan Mossad öllu heldur, sýnd í frekar neikvæðu ljósi. Myndin hefst á hörmungunum á ólympíuleikunum í München 1972 en fjallar síðan aðallega um tilraunir Mossad til að ráða af dögum þá Palestínumenn sem þeir töldu að bæru ábyrgð á og hefðu skipulagt árásina. Eric Bana leikur mann sem er skipaður leiðtogi yfir hóp manna sem sjá um aftökur þessar. Mjög athyglisverð innsýn inn í Ísreal-Palestínu átökin hér á ferðinni og myndin er fylgjandi hvorugum heldur sýnir hvað öll þessi barrátta virðist vera hætt að snúast um hver á hvaða landsvæði heldur hefur hún snúist upp í hefndarbarráttu sem virðist engan enda ætla að taka. Fyrir hvern Palestínumann sem Mossad drepur koma 3 í staðinn og þá er bara um að gera að halda áfram að drepa!

Maður spyr sig: geta Ísrealar ekki bara hætt þessu rugli og andskotast til að gefa Palestínumönnum landið? En vitaskuld er þetta ekki svo einfalt. Myndin fær mann til að hugsa um þetta allt saman og vekur upp margar spurningar sem ekki er auðsvarað en hún er líka snilldar vel gerð hvaða alla tæknivinnu varðar. Myndataka, klipping og hljóð eru fyrsta flokks. Spielberg tekst samt, eins og oft áður, að láta myndina vera allt of langa og tekur hún sér full langan tíma í að klárast. Mér fannst líka eitthvað skorta til að hægt sé að kalla þessa mynd meistaraverk. Hún er áhugaverð, vel gerð og mjög vönduð en einhvern veginn snart hún mig ekki djúpt. Góð mynd engu að síður og ég mæli eindregið með henni, að minnsta kosti bara út af efninu. Munich fær 70 af 100.

........

Ef þið viljið hlæja þá mæli ég með þessu.


Plötur:

The Postal Service - Give Up(92)
System Of A Down - Hypnotize(76)
Arctic Monkeys - Whatever People Say I Am, That´s What I´m Not
Out Hud - Let Us Never Speak Of It Again(93)
Kaiser Chiefs - Employment(69)
The Books - Lost And Safe
Thunderbirds Are Now! - justamustache
Nouvelle Vague - s/t
The Strokes - First Impressions Of Earth
Destroyer - Your Blues
Kula Shaker - K
Serena Maneesh - s/t
Test Isicles - For Screening Purposes Only
Radiohead - The Bends(100)
Nirvana - Nevermind(95)
The Decemberists - Castaway and Cutouts(89)
Devin Davis - Lonely People Of The World, Unite!
Nick Cave And The Bad Seeds - No More Shall We Part
Vitalic - Ok Cowboy
Trúbrot - s/t
Love Is All - Nine Times The Same Song
Patrick Wolf- Wind In The Wires
og margt fleira....