What´s in the box?
Þá er komið að enn einni getrauninni. Það er það eina sem ég virðist nenna að blogga þessa dagana. Hjalti Kínófíll vann síðustu getraun og svarið var að sjálfsögðu Ed Gein. Gein þessi er einn frægasti fjöldamorðingi sögunnar, hann stundaði iðju sína um miðbik síðustu aldar og m.a. klæddi hann sig í húðir fórnarlamba sinna og gróf upp lík úr kirkjugörðum sem líktust látinni móður hans og meðhöndlaði þau til að gera þau líkari móður sinni. Gein er eflaust frægastur fyrir að haft áhrif á myndir eins og Psycho, The Texas Chainsaw Massacre og The Silence Of The Lambs, þó í raun á bækurnar sem fyrsta og síðasta eru byggðar á. Höfundur Psycho neitaði því að bókin sín væri undir áhrifum þess sem Gein gerði en það er óneitanlega margt líkt með Gein og morðingjanum í Psycho. Meira um hann hér.
En hér kemur þriðja myndin: