Friday, November 12, 2004

Fólk er Fífl ? Ég veit það ekki.

Í kvöld(eða tæknilega séð gær þegar ég skrifa þetta) fór ég á Marianne Faithful tónleika. Tónleikarnir sjálfir voru í stuttu máli snilld. Tónlistin var eðall, príma hljóðfæraleikarar og Marianne er með geðveika rödd og líka með góða sviðframskomu. Um tónleikana sjálfa hef ég ekkert nema gott að segja. En það sem mig langar að tala um núna eru helvítis áhorfendurnir.

Það virðist sem sumir íslendingar kunni ekki að hegða sér á tónleikum. Á Airwaves lenti ég í því að fólk, sem notabene var fremst, annaðhvort dansaði ekki neitt eða dansaði svo gjörsamlega ekki í takt og var að reka olnbogann í mann og ýta manni til og frá, sem er ekki gott. Svo á Marianne Faithful tónleikunum voru fullt af hálfvitum sem voru alltaf að koma með e-r asnaleg og gjörsamlega óviðeigandi comment. Til dæmis þegar MF ætlaði að fara að syngja lag sem heitir Crazy Love kallaðir e-r áhorfandi "You have crazy hair". Svo þegar síðasta lagið var tóku e-r hálfvitar upp á því að hlaupa fremst og byrja að dansa og hoppa um eins og hálfvitar og brjóta nokkur glös í leiðinni, þetta voru svona tónleikar þar sem allir sátu btw, fyrir framan fullt af fólki sem sat. Þetta var bara sorglegt og skemmdi algjörlega lagið fyrir manni. Svo þegar þau voru að fara að spila eftir uppklappið byrjaði fólk að kalla upp óskalög á fullu og MF brást náttúrulega við með því að segja "You know i´m not just standing here and thinking about what to sing". Sumir áhorfendur virðast ekki fatta að það er hljómsveitin sem er að halda tónleikana en ekki áhorfendurnir og þeir ákveða hvað þeir spila. Ef hljómsveitin vill spila e-r óskalög þá biður hún oftast um það. Annars getur fólk bara haldið kjafti. Það er ekki hægt að spila öll lög sem hljómsveit hefur samið á einum tónleikum(nema hún hafi bara samið 3 eða e-ð) og oft er ástæða fyrir því að þær spili ekki sum lög eins og t.d að R.E.M spilar ekki Shiny Happy People á tónleikum. Ef fólk vill heyra þessi lög getur það bara farið heim og hlustað á diskana. Maður fer ekki á tónleika til að heyra e-ð eitt lag, maður fer til að upplifa stemningu og skemmta sér. En nóg um það. Sumt fólk er fífl. Það eitt er víst. En svo var líka einn mjög fyndinn gaur sem lifði sig alveg þvílíkt inn í tónleikana og var kostulegt að fylgjast með honum og töktunum í honum. Sérstaklega þegar hann byrjaði að baða höndunum út til fólks eins og hann væri e-r stórstjarna. Gott að sumir geta skemmt sér.

.....................................................

Mikið þykir mér leiðinlegt að næstum enginn á dc++ virðist eiga neitt með The Replacements. Ég fann nokkur lög með þeim í fyrra og finnst þau vera algjör snilld og langar að heyra meira. En því miður. Mér hefur ekki tekist að finna fleira. Ætli ég endi ekki á því að kaupa mér disk með þeim. Verst hvað ég á lítinn pening í augnablikinu.

.....................................................


Nýji Kings Of Leon diskurinn er snilld. Grípur mann strax við fyrstu hlustun. Ég mæli með honum.

......................................................


Já, ég ætlaði mér víst að skrifa meira um Airwaves og Sýninguna og það allt en ég held ég nenni því ekkert. Þú Veist Hvernig Þetta Er er allaveganna að fá snilldarviðtökur og allir sem hafa séð hana eru að kalla þetta frábæra sýningu. Sem er ekkert nema mjög gott. Annars er það helsta í fréttum varðandi þessa sýningu að Benni, einn af leikurunum, var í popptíví í dag að kynna sýninguna í beinni og já... það gekk æðislega að mínu mati. Hann náði reyndar ekki að kynna sýninguna neitt sérlega vel. Hann talaði í ca. korter og sagði til dæmis ekki fyrr en í lokin hvað sýningin hét. En í staðinn tók hann Heiðar Austmann í ósmurt rassgatið og fór hreinlega á kostum með því að segja allt sem ekki má segja í sjónvarpi í beinni útsendingu. Þar á meðal sagði hann setninguna "Brunda í andlitið á þér". Hann drullaði líka yfir Hárið og Fame og ýmislegt fleira. Svipbrigðin á Heiðari voru rosaleg og hann var örugglega skíthræddur um að missa starfið sitt, sem er mjög gott. Þetta var bara algjör snilld og mér finnst að Benni eigi að fá eigin sjónvarpsþátt. En í staðinn mun hann líklega vera bannaður í sjónvarpi ævilangt. En þetta ætti allavegann að vekja umtal og er eflaust ekkert nema gott publicity fyrir sýninguna. Go Benni!

Núna segi ég stopp.

Bless og munið að taka af ykkur hökuna!

Plötur:

Kings Of Leon - Aha-Shake Heartbreak
Suede - Dog Man Star
Focus - The Best Of Focus: Hocus Pocus
The Thrills - Let´s Bottle Bohemia
!!! - !!!(9/10)
Bloc Party - Bloc Party[EP]

Monday, November 08, 2004

Hvað á ég að skýra þessa færslu ?

Sælt veri fólkið,

margt hefur drifið á daga mína síðan ég síðast bloggaði. Ég fór á Airwaves, leikritið var frumsýnt og ég fékk nýja tölvu. Í stuttu máli þá var Airwaves snilld, leikritið gengur stórvel og tölvan hefur reynst nokkuð vel hingað til. Ég held ég nenni ekki að segja meira um þetta í bili en hugsanlega skrifa ég e-ð fleira seinna í vikunni. Annars virðast hlutirnir vera að ganga bara ágætlega upp hjá mér þessa dagana. Reyndar er ég ekki að sinna skólanum alveg nógu vel en þrátt fyrir það er ég að fá ágætis einkunnir. Fékk til dæmis 9 fyrir ritgerð í fornaldarheimspeki.

Annars er það eitt sem mig langar að segja. Það að tónlist hafi versnað með árunum er bara algjört rugl. Það er alveg jafn mikið af góðri tónlist nú til dags og það var fyrir 30 árum. Málið er bara það að vinsælasta tónlistin er ekki eins góð og hún var. Fyrir 30 árum voru flest vinsælustu böndin nokkuð góð en þau bönd sem eru að selja flestar plötur nú til dags eru margar hverjar frekar ömurlegar, að minnsta kosti að mínu mati og margra sem ég þekki. En það var samt örugglega fullt af drasli vinsælt þá líka, það hefur bara einfaldlega fallið í gleymskunnar dá held ég. Annars hef ég undanfarið ár eða svo uppgötvað alveg ógrynni af nýjum og nýlegum böndum sem rokka feitt að mínu mati: The Darkness, The Rapture, Franz Ferdinand, TV On The Radio, !!!, Hot Hot Heat, The Shins, The Mars Volta, Elbow, The Killers, The Futureheads, Ratatat, Pinback, The Thrills, The Datsuns, Radio 4, Four Tet, The Postal Service, The Unicorns, Hot Chip, The Stills og fleiri og fleiri. Það er alveg nóg af góðri tónlist nú til dags, maður þarf bara að leita.

Jæja, ég ætla að segja þetta gott núna en það kemur vonandi meira á næstu dögum.

Bless í bili!

(Já og svo hef ég ákveðið að bæta við einkunnum við plöturnar, ef það er ekki einkunn við plötuna þá hef ég einfaldlega ekki alveg gert upp hug minn varðandi þá plötu)

Plötur:

The Killers - Hot Fuss(9/10)
Futureheads - Futureheads
The Manic Street Preachers - Lifeblood
The Strokes - Room On Fire(8.5/10)
Television - Marquee Moon(9.5/10)
Jeff Wayne - War Of The Worlds(9/10)
Hjálmar - Hljóðlega Af Stað
Hot Chip - Coming On Strong
Pinback - Blue Screen Life
Pinback - Off Cell(9/10)
Jeff Buckley - Grace(9.5/10)
Beck - Mutations(8.5/10)
The Shins - Chutes Too Narrow(10/10)
The Shins - Oh, Inverted World(9/10)