Kalli og sælgætisgerðin
Ég fór á Charlie And The Chocolate Factory um helgina og því miður þá olli hún mér bara miklum vonbrigðum. Þegar ég heyrði fyrst að Tim Burton ætlaði að fara að gera þessa mynd með Johnny Depp hoppaði ég hæð mína gleði þar sem ég taldi að þetta væri fullkomin mynd fyrir þá tvo. Svo sá ég trailerinn og byrjaði að efast. Ég ákvað samt að gefa henni sjens þar sem trailerar eiga það til að gefa upp ranga mynd en því miður reyndist myndin ekki vera nógu góð. Tim Burton virðist svei mér þá hafa mýkst að undanförnu. Kannski af því að hann er búinn að eignast krakka. Allaveganna eru síðustu myndir hans orðnar full mjúkar og bjartar og ekki nógu Tim Burton-legar. Þetta er ekki sami Tim Burton og gerði Beetle Juice og Edward Scissorhands. Ekki misskilja mig, mér fannst Charlie And The Chocolate Factory ekki beint léleg. Hún skemmti mér ágætlega og það er margt frábært í henni en það er líka margt í henni sem ég bara var ekki að fíla. Aðallega fannst mér hún bara ekki það fyndin. Svo er hún allt of löng og svo er stundum of hröð og stundum langdregin. Aðalmálið er samt það held ég að ég komst ekki hjá því að bera hana saman við gömlu myndina. Hún er bara svo miklu betri. Oompa-loomparnir voru miklu svalari í henni, Gene Wilder var betri Willy Wonka að mínu mati, Charlie og afinn voru skemmtilegri og heilsteyptari karakterar og svo var hún líka styttri. Mér fannst nýja myndin vera mjög týpísk nútíma Hollywood mynd að mörgu leyti sem voða mikið að rembast við að höfða til allra á meðan gamla myndin var minni söluvara og ekki eins mikill rembingur í henni. Það er samt í raun ósanngjart að vera að bera þær saman. Tim Burton var greinilega ekki að reyna að endurgera gömlu myndina heldur gera sína eigin útgáfu af sögunni. Annars hef ég aldrei lesið bókina þannig að ég veit ekki hvor myndin er líkari sögunni. Það ætti samt ekki að skipta það miklu máli. En í raun er ég bara alls ekki viss hversu mikið ég fíla myndina. Hún er mjög flott, vel leikin af flestum, sumt fyndið í henni og mér leiddist ekki en hún er líka frekar væmin og virtist aldrei ætla að enda. Auk þess var ég ekki að fíla hvað það þurfti að útskýra allt og fara í alla baksögu svona mikið. Baksagan með pabba Willy Wonka hefði t.d alveg mátt missa sig. Svo var bara ekki alveg réttur fílíngur í þessarri mynd fyrir mig. Ég kann ekki alveg að útskýra það en hún var annaðhvort of ýkt eða ekki nógu ýkt, of súr eða ekki nógu súr. Eða bara bæði. Ég hefði allaveganna gert hana allt öðruvísi. Ég ætla samt að lesa bókin einhverntíma á næstunni og ætla hiklaust að sjá myndina aftur til að átta mig betur á henni. Í augnablikinu fær hún 56 af 100.
Annars keypti ég mér Wonka bars fyrr í kvöld og ég mæli með þeim. Fínasta súkkulaði.
Plötur:
Sonic Youth - Dirty, Evol, Sister, Daydream Nation
Gomez - Bring It On(90)
N.W.A - Niggaz4life
Willy Wonka and The Chocolate Factory soundtrack
Sigur Rós - ()
TV On The Radio - OK Calculator
R.E.M - Murmur
Mogwai - Young Team
The Zutons - Who Killed The Zutons?
Spice Girls - Spice