It´s alive
Já, ég er á lífi þrátt fyrir orðrómana. Það er soldið síðan ég hef bloggað og hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan þá. Meðal annars fór ég á Hróarskeldu, á tónleika með Placebo og Deep Purple og er búinn að sjá nokkrar góðar myndir og ber þar helst að nefna hina æðislegu mynd Bad Santa sem því miður kemur ekki í bíó á Íslandi fyrr en í nóvember eða e-ð en þökk sé 2001 þá náði ég að næla mér í eintak af henni og þessi mynd er hreint út sagt algjör snilld. Með fyndnari myndum sem ég hef séð undanfarið og æðislega klúr og ruddaleg og lýsir svo sannarlega hinum SANNA anda jólanna.
Hróarskelduferðin var ansi skemmtileg og hef ég margt skemmtilegt að segja frá henni en ég nenni ekki að fara skrifa það allt hérna þannig að ef þið viljið heyra e-ð um hana skal ég bara segja ykkur frá því persónulega. Ég skal þó nefna nokkra hluti: Sænskur dvergur, fullir svíar að spila sama teipið aftur og aftur, lekandi tjald, nakið fólk að baða sig í drullu, hardcore techno, drulla, rigning, drulla, rigning og aftur drulla. Þetta er ferðin í hnotskurn. Já svo fór ég líka á nokkra tónleika. Einnig tók ég slatta af myndum á einnota myndavélar og þær munu kannski koma á netið þegar ég verð búinn að koma mér upp myndasíðu.
Enginn af tónleikunum á Skeldunni náði samt að toppa Deep Purple en mér skilst að Metallica hafi verið enn betri en því miður missti ég af þeim þannig að til þessa eru Deep Purple tónleikarnir þeir bestu sem ég hef farið á til þessa. Annars er ég búinn að fatta að það að eina leiðin fyrir mig til að njóta tónleika almennilega er annaðhvort að vera í stúku eða vera fremst og ætla ég hér eftir að gera annaðhvort þegar ég fer á tónleika. Jámm ætli þetta sé ekki nóg í bili. Eða jú, eitt enn: Nose army, jigsaw! Beef diaper ? Takk fyrir og góða nótt(eða dag eða kvöld, fer eftir því hvenær þú ert að lesa þetta)