Thursday, August 25, 2005

Summer´s Out For School

Núna er sumarið svona hérumbil búið hjá mér. Ég er hættur að vinna, skólinn hefst brátt og það er farið að kólna í veðri. Ég er bara nokkuð sáttur með þetta. Vinnan sem ég var í var ekkert sérstaklega skemmtileg og ég er mjög spenntur fyrir því að fara að byrja í bókmenntafræði í háskólanum. Hún er örugglega margfalt skemmtilegri en heimspekin. Einnig er nýtt leikár að hefjast hjá stúdentaleikhúsinu og ætti það að vera áhugavert ár, sérstaklega þar sem ég er núna orðinn stjórnarmeðlimur.

Annars var þetta samt ágætis sumar. Það byrjaði hjá fyrir alvöru með því að ég sýndi Þú Veist Hvernig Þetta Er í Þjóðleikhúsinu og endaði á sumarsýningunni Rósinkrans og Gullinstjarna eru Dánir. Inn á milli fór ég á Hróarskeldu, Innipúkann, tónleika með Anthony And The Johnsons, Queens Of The Stone Age, Sonic Youth og fleiri góðum. Einnig fór ég í fullt af skemmtilegum partíum, þ.á.m 3 partí um síðustu helgi. Sú helgi var eflaust sú skemmtilegasta sem ég hef upplifað lengi. Svo er ég loksins búinn að afreka það að raka af mér skeggið. Ég er í fyrsta skipti alveg skegglaus í 3 og hálft ár. Og vitið hvað ? Mér finnst það bara fínt. Ég er mjög sáttur með þetta og ætla að halda þessu útliti í einhvern tíma áfram. En það þýðir að ég þarf að byrja að raka mig reglulega....

Sonic Youth tónleikarnir voru hreint út sagt frábærir. Halla fannst þetta vera bestu tónleikar sem hann hafði nokkurn tíma farið á en ég var ekki alveg viss með að ganga svo langt. Eftir að hafa pælt aðeins í því eru þetta samt örugglega með 3-4 bestu tónleikum sem ég hef farið á og örugglega bestu tónleikarnir sem ég fór á í sumar. Vonandi verða Franz Ferdinand tónleikarnir jafn góðir. Ég verð annars að viðurkenna að ég hef aldrei hlustað neitt á Sonic Youth að ráði fyrr en nú nýlega. Ég hef alltaf fílað þau ágætlega, Sugar Kane og Purr eru t.d 2 af uppáhaldslögum mínum, en einhvern veginn hef ég aldrei komið mér í það að hlusta á þau almennilega. Þetta er vitaskuld ekki beint easy listening þannig að maður er smá tíma að koma sér inn í þetta og ég held bara að ég hafi ekki nennt því. Sem er náttúrulega bara asnalegt þar sem þetta er fucking æðisleg hljómsveit. Ég er búinn að renna flestum diskum þeirra nokkrum sinnum í gegn nýlega og þeir verða betri og betri við hverja hlustun og SY eru á hraðri uppleið á listanum yfir uppáhaldshljómsveitir mínar. Mjög mörgum finnst tónlist þeirra bara vera e-r hávaði og óhljóð of finnast þau ekki kunna að spila á hljóðfæri. Ég heyri aftur á móti mjög mikla melódíu og mikla fegurð út úr þessu og þau ná að skapa alveg geðveikt andrúmsloft. Svo er þetta bara svo fucking svalt! Ég gæti jafnvel kallað þetta svölustu hljómsveit allra tíma(sem er ekki það sama og besta hljómsveit allra tíma). Þau eru alls ekki slæmir hljóðfæraleikarar, þvert á móti. Það þarf mikla hæfni til að spila með mis- eða vanstilltum gíturum og vera með svona mikla tilraunastarfsemi og samt koma svona snilldarlega út. Atli Bollason sagði einhvern tíma að besta tónlistin væri tónlist sem lætur manni líða eins og töffara þegar maður hlustar á hana. Mér líður eins og töffara þegar ég hlusta á Sonic Youth.

Segjum þetta gott í bili.

(auk platna sem ég hef verið að hlusta á ætla að ég byrja að lista bestu lögin sem ég hef hlustað á nýlega)

Lögin:

Morrissey - First Of The Gang
Sonic Youth - Kool Thing, Bull In The Heather
Kaiser Chiefs - I Predict A Riot
Alice Cooper - I´m Eighteen

Plötur:

Sonic Youth - Sister, Goo, Dirty, Experimental Jet Set Trash and No Star, A Thousand Leaves, NYC Ghosts and Flowers, Murray Street og Sonic Nurse
Morrissey - You Are The Quarry
Kaiser Chiefs - Employment
Maximo Park - A Certain Trigger
Vitalic - Ok Cowboy
The Beatles - Abbey Road(96)
Six Organs Of Admittance - School Of The Flower
The Ponys - Celebration Castle
M.I.A - Arular
Sufjan Stevens - Illinoise
The National - Alligator
The National - Sad Songs For Dirty Lovers