Friday, June 16, 2006

11.111

Svo virðist sem að það muni aldrei koma í ljós hver hinn dularfulli lesandi nr. 10.000 er enda var ég fullseinn á mér að auglýsa eftir honum, sá allt í einu 9997 á teljaranum þannig að ég henti þessari tilkynningu upp hið snarasta. Ég ætlaði að veita þessum lesanda verðlaun en í staðinn ætla ég að veita lesanda nr. 11.111 verðlaun. Fyrir fólk sem veit það ekki þá er teljarinn beint fyrir neðan fortíðina hér til hægri. Hver þessi verðlaun eru ætla ég ekki að segja núna (enda ekki búinn að ákveða hver þau verða) en þau verða án efa mjög skemmtileg.

Annars er það helsta í fréttum hjá mér að ég er að fara á Hróarskeldu í þriðja skipti. Í þetta skipti verð ég, ásamt fríðu föruneyti, úti í heila 12 daga. Flogið verður föstudaginn 23. júní um 7 leytið að morgni til og síðan verður flogið heim að kvöldi miðvikudags 5. júlí. Þetta verður því ekki einungis Hróarskelduferð heldur verður Höfn Kaupmanna skoðuð eitthvað og eflaust mun ég versla mér eutthvað sniðugt og skemmtilegt. Ég hlakka alveg rosalega til.

Aftur á móti hlakkar mig ekkert sérstaklega til 17. júní því að ég tel mjög líklegt að veðrið verði ömurlegt og því lítil ástæða til að fara út í bæ auk þess sem hann verður smekkfullur af nýfermdum krökkum á sínu fyrsta fylleríi um kvöldið. Maður kíkir kannski aðeins um daginn og fær sér candyfloss eða eitthvað álíka.

Bless bless og veriði hress eins og Helga Kress!

Plötur:

Lights On The Highway - s/t
Fantomas - The Director´s Cut
We Are Scientists - With Love and Squalor
Panic! At The Disco - A Fever You Can´t Sweat Out
Sonic Youth - Rather Ripped
The Wedding Present - Bizaroo
Frank Zappa - Sheik Yerbouti, The Grand Wazoo

Thursday, June 15, 2006

10.000

Hver verður lesandi nr. 10.000?

I have haircut


Ætti maður ekki að fara að skella sér í klippingu?