Wednesday, September 28, 2005

Dolph Lundgren er með stór brjóst

Ég steingleymdi að klukka aðra síðustu tvö skipti þannig að ég geri það núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég 10 aðila sem ekki hafa verið klukkaðir. Eftirfarandi 10 aðilar eru hér með klukkaðir:

Óli Már
Krizza
Héðinn
Guðberg
Erlingur
Bárður
Raggi
Hinrik
Friðgeir
Melkorka

Teen Age Riot

Atli Viðar Klukkaði mig þótt það sé þegar búið að klukka mig tvisvar. Hann er svo sniðugur! En allaveganna þá held ég hlýði því bara, ég meina af hverju ekki? Mér finnst þetta gaman.

1. Ég er með næstum engin bringuhár.

2. Mér finnst ananas vondur.

3. Ég sparkaði einu sinni í kött þegar ég var 7 ára.

4. Þegar ég var lítill var ég sjúklega hræddur við hunda. Ég veit ekki af hverju, eflaust hefur hundur ráðist á mig þegar ég var 2 ára eða eitthvað og ég myndað fóbíú gagnvart þeim út frá því. Mér hefur að mestu tekist að yfirstíga þessa hræðslu en samt ekki alveg. Mér líður ennþá svolítið óþægilega í kringum hunda. Eitt er víst: ef ég fæ mér gæludýr einhverntíma verður það ekki hundur, held ég myndi frekar fá mér eðlu eða hamstur. Ég myndi líka aldrei nenna að fara út að ganga með hundinn.

5. Ég er með innrammaða mynd af Dolph Lundgren á skrifborðinu mínu sem ég fékk í afmælsigjöf, mér finnst hún geðveikt kúl!

Danke schön meine damen und meine herren. Auf wiedersehen!

Tuesday, September 27, 2005

"You know how i know you´re gay? You like Coldplay."

Krizzi asnaðist til að klukka mig þótt það væri búið þannig að hér koma 5 staðreyndir til viðbótar...en þetta verður stutt núna.

1. Ég borða ekki tyggjó, mér finnst það vont og finnst alltaf jafn ógeðslegt þegar fólk geymir tyggjóið sitt á t.d glösum og diskum.

2. Mér finnst Charlie´s Angels vera geðveikt góð mynd.

3. Ég hef aldrei notað rakspíra því mér finnst rakspíralykt vond.

4. Þegar ég var ca. 14-15 ára var ég forfallinn Tvíhöfðaaðdáandi og tók oft þættina upp, ég held að ég eigi svona 50 kassettur með tvíhöfðaþáttum.

5. Ég hef ekki ryksugað herbergið mitt í margar vikur.

Takk og bless.

Plötur:

Built To Spill - Perfect From Now On, There´s Nothing Wrong With Love
The Cardigans - Long Gone Before Daylight
The Clash - The Clash, Combat Rock, Super Black Market Clash
Sonic Youth - A Thousand Leaves, Sister, Experimental Jet Set Trash and No Star
Kings Of Leon - Aha Shake Heartbreak(73)
Devendra Banhart - Nino Rojo
Of Montreal - Satanic Panic In The Attic, Coquelicot Asleep In The Poppies
Okkervil River - Black Sheep Boy