Wednesday, July 08, 2009

I am a cybernetic organism


Android Trained for Logical Infiltration


Get Your Cyborg Name

Friday, January 16, 2009

Call me Ishmael

Það er fátt skemmtilegra en að renna í gegnum mannanafnaskrá og sjá hvaða nöfn eru leyfileg.

Hægt er að búa til margar skemmtilegar samsetningar. Til dæmis væri hægt að skýra dóttur sína Gógó Ninja, aðdáendum Vanilla Ice til mikillrar ánægju. Einnig væri hægt að skýra dóttur sína Blíða Bera, sú væri þá fædd klámdrottning. Aðrar góðar samsetningar eru t.d. Tóka Nana, Karla Vísa, Nenna Konkordía, Ísdís Britt, Bíbí Bil, Asirí Íssól, Kormlöð Læla, Óda Þrá og Listalín Maj.

Drengjanöfnin eru engu síðri. Þar má nefna t.d Díomedes Bill, Fabrisíus Gjúki, Ljósálfur Jes, Mensalder Míó, Saxi Skíði, Rúben Uxi, Kolskeggur Mír, Gnúpur Forni, Bótólfur Dufgus, Dufþakur Fritz og Kaprasíus Guðmon.

Aftur á móti má ekki heita t.d. Engifer Fabio, Járnsíða Kadder, Reginbald Marío eða Ben Twist. Stelpur geta síðan ekki heitið t.d. Satanía Gull, Kristal Kona eða Jóvin Anndrá.

Ætli ég geti skýrt son minn Nettur Nagli?

Saturday, November 01, 2008

Will dance naked for money

Bloggedí blogg.

Þetta blogg hefur verið frekar snautt af lífi undanfarið .... undafarin .... seinustu misseri. En þessa dagana er ég atvinnulaus og ekki í skóla og ætti því að hafa nægan tíma til að blogga en samt blogga ég ekki, enda er margt sniðugra við tímann hægt að gera. En Eiður ákvað að blogga eftir langt hlé og það hvatti mig til að blogga líka.

En já, eins og ég sagði þá er ég atvinnulaus. Vinna hjá RIFF er búin og það virðist ekkert vera í boði fyrir mig. Það er svosem alveg nóg af vinnu, t.d. í fiski eða hjá McDonalds, en ég er bara allt of merkilegur fyrir þá vinnu. En ef ekkert annað býðst eftir langan tíma þá getur vel verið að ég fái mér bara einhverja vinnu. Vinnan göfgar manninn eins og þeir segja og mögulega hef ég kannski bara gott af því að vinna við að steikja borgara eða flaka fisk í nokkra mánuði. En á meðan ég er atvinnulaus hef ég alveg nóg að gera, margar bækur eftir ólesnar, kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir óáhorfðir, ég er að vinna í heimildamynd um Eistnaflug, að reyna að skrifa kvikmyndahandrit (kominn með 2 blaðsíður!) og svo er fullt annað hægt að gera! Ég nýt þess því ágætlega að vera atvinnulaus sem stendur, en hver veit hvað mér mun finnast um þetta eftir mánuð. Svo mun ég þurfa meiri pening á endanum. En sem stendur er ég ekki svo illa staddur fjárhagslega séð.

Annars líður mér svolítið eins og ég sé ennþá unglingur þessa dagana. Ábyrgðartilfinning er engin og sólarhringurinn þveröfugur. Svona svipað og líf mitt var í menntaskólaverkfallinu forðum. Tveggja mánaða tímabil þar sem ég fór venjulega að sofa um kl. 7, vaknaði um kl. 17 og gerði lítið annað en að hanga í tölvunni og horfa á bíómyndir. Reyndar var ég í ökunámi og vann smá en mestallur tíminn fór í hangs.

Ég veit ekkert hvert ég er að fara með þessarri færslu, mig langaði bara aðeins að tjá mig. Mig langar að skrifa einhverja langa og magnaða færslu með miklum heimspekilegum pælingum en ég hreinlega nenni því ekki, ég hef betri hluti við tíma minn og orku að gera.

En ef ykkur leiðist þá mæli ég með Kenny Vs. Spenny, sprenghlægilegum raunveruleikaþætti (eða "raunveruleikaþætti") um tvo vitleysinga sem fara í keppni í hverjum þætti. Meðal þess sem þeir keppa í er allt frá því hver er besti kokkurinn yfir í hver getur setið á kú lengst yfir í hver getur haldið kúk í bleyju lengst. Hver þáttur endar síðan á því að sá sem tapar þarf að þola mikla niðurlægingu, eins og að borða hor eða þvo glugga nakinn. Tjekkið á þessu (Klikkið á See all í Playlists, þar eru linkar á allar seríurnar) .

Þetta er líka skemmtilegt:

Friday, October 17, 2008

Sætur gaur

Nýtt tónlistarmyndband eftir mig hefur loksins litið dagsins ljós. Þetta er myndband við lagið Sweet Guy eftir Kristinn vin minn (stundum kallaður Kiddi Kúl). Þið getið kynnt ykkur tónlist hans nánar hér.


Það er líka hægt að sjá myndbandið hér.

Tuesday, September 23, 2008

Elskan, ekki særa mig.

Haddaway mun halda tónleika í NASA þann 3. október.


Á að skella sér?


Þangað til er hægt að skemmta sér yfir þessu:

Saturday, July 26, 2008

What are they smoking there? I wanna try it.

Hvað er að gerast í Hollywood?

Fyrst fréttir maður að Werner Herzog ætli að endurgera Bad Lieutenant sem er meira en lítið súr pæling. Svo er Paul Verhoeven að fara að gera Thomas Crown Affair 2 sem er jafnvel enn súrari pæling. Verður hún þá stútfull af grófu ofbeldi, ríðingum og eiturlyfjanotkun? Það er svolítið erfitt að ímynda sér að maðurinn sem gerði Robocop, Starship Troopers og Showgirls sé rétti maðurinn í djobbið. Ekki að ég haldi hann muni gera þetta illa, þvert á móti treysti ég því að þetta gæti verið nokkuð áhugaverð mynd.

En síðan var ég að lesa súrustu fréttirnar af öllum. Það á að endurgera Robocop og Darren Aronofsky (Requiem For A Dream) mun leikstýra! Robocop er einmitt ein af mínum uppáhaldsmynum þannig að Aronofsky verður að standa sig! Vonandi verður hún jafn klikkuð og Requiem For A Dream.

Hvað fréttir maður svo næst? Steven Spielberg að endurgera Pink Flamingos? Jerry Bruckheimer að pródúsa endurgerð á meistaraverki Ingmar Bergman, The Seventh Seal? David Lynch að leikstýra National Treasure 3?

Monday, July 21, 2008

Flight of the Testicles

Eistnaflugsferðin í stikkorðum:

Heimsins besti Kalli. Kynflipp. Risavaxið álver. Sviðsskrekkur. Barnalög á rípít. Selma Björns með falsettu? Mæting 4 um nóttina. Tjaldvesen. Allir eru trúbadorar. America Fuck yeah! Með lufsu í vitlausu tjaldi. Napoleon Dynamite gaurinn. Sæta löggan og hin löggan. Svefnlaus nótt. Dóri Rauði. Hættuleg rennibraut. Hægbanki. Superman grýttur á sviði. "Á ég að spila með ykkur eða...?". Gummi Tormentor strippar. Jenni í Brain Police dýrkaður sem Guð. Arnar Eggert Thoroddsen í góðum fílíng. Sindri Eldon í matrósafötum. Tóti í Severed Crotch kennir fólki að sleikja píku. Svefnmikil nótt. Dóri rauði heimsóttur í annað skipti. "This thing in my pants is meant for you". Dani í sánu. Lessur í Mammút. Uppi á sviði með HAM. Arnar Eggert Thoroddsen ber að ofan, sveittur og rekinn af sviðinu. Technodans með metalhausum. Kveikt í stólum. Löggan nær ekki að slökkva eldinn. Vakkúmpakkað grill. Ræjað alla nóttina. Ræ ræ ræ. Eigum við að ræja það? Næpuhvítir og hálfnaktir rokkarar að morgni. Tvisvar látinn blása. Tómatsósu stolið og sprautað út um allt. Eitt blákalt andartak. Beðið eftir Crepes í hálftíma. Meira ræ. Heim.

Tímaröðin hefur riðlast eitthvað.

Hérna eru síðan nokkrar vel valdar myndir:


Thursday, June 26, 2008

Mein name ist Horst

Ég var að komast að einu rosalegu: Horst Tappert er EKKI dauður! Eða lýgur Wikipedia kannski? Var þetta ekki í fréttum fyrir nokkrum árum þegar kallinn lést? Það stendur reyndar að sonur hans hafi látist fyrir nokkrum árum, ætli það hafi ekki verið það sem maður man eftir.

Horst Tappert á meðan hann var ungur og myndarlegur.


Annars er mest lítið að frétta af mér. Vinnan er skemmtileg, ég fæ að horfa á bíómyndir á launum, fara með bréf í Rússneska sendiráðið og fleira skemmtilegt. Ég er að fara að kaupa mér bíl á næstunni, einhverja netta druslu. Vonandi með spoiler! Lífið gengur sinn vanagang, bla bla bla...

Ég lenti reyndar í einu skemmtilegu um daginn. Ég keypti mér nýtt dvd tæki og enginn annar en sjálfur PARTY HANZ afgreiddi mig. Hann heitir Jóhann réttu nafni fyrir þá sem vissu það ekki. Virtist vera ágætis náungi.
Fritz Wepper er alltaf hress. Hann er líka á lífi.

Wednesday, June 04, 2008

Heimspeki

Engilsaxneska orðið sequel er þýtt á íslensku sem framhald. En ég spyr: Hefur orðið prequel (sem fyrir þá sem ekki vita er framhald sem gerist á undan forveranum. Eitt dæmi: Indiana Jones and The Temple of Doom) ekki verið þýtt á íslensku? Ef svo er ekki þá vil ég hér með þýða orðið prequel sem forhald. Forhald. Hljómar það ekki bara vel?

Vonandi er ég sá fyrsti til að fá þessa hugmynd.

Vanilla Ice for president!

Ég er byrjaður að vinna hjá RIFF og so far so good. Þetta fer rólega af stað en ég er ekki frá því að þetta muni mjög líklega vera skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið við hingað til. Ekki að samkeppnin sé eitthvað hörð...

En ég held þetta muni vera, eins og áður, mjög skemmtileg hátíð með fullt af mjög áhugaverðum myndum. Ég reyni vitaskuld að gera mitt besta í að koma sem mest af awesome myndum í hátíðina.

Launin mættu samt vera betri. En frekar vinn ég við þetta en að vera ofan í einhverjum skurð í úrhellisrigningu þótt það borgi kannski tvöfalt betur (en þá myndi ég líka vinna meira og vera of uppgefinn eftir daginn til að nenna að gera nokkuð af viti).

En ætli ég fari ekki aðeins yfir það helsta í fréttum: Það er komið á hreint að Barack Obama verður forsetaefni demókrata. Mér var í raun alveg sama hvort það yrði hann eða Hillary. Kona eða svertingi sem forseti Bandaríkjanna er bæði mjög töff og STÓRT skref upp á við frá núverandi forseta. Svört kona hefði jafnvel verið enn svalara....nema það hefði verið Condoleeza Rice. Oprah Winfrey værri skárri en hún....og ég þoli ekki Oprah. En ég er sáttur með Obama. Black power!

Svo er það stóra Ísbjarnarmálið. Ég er svo out of it að ég vissi varla af þessu fyrr en í dag. Þetta er vissulega ekki gott mál. Þeir sem skutu hann voru eflaust bara að fara eftir veiðieðlinu sem býr djúpt í mörgum (öllum?) mönnum. Þeim fannst stafa ógn af dýrinu. Það er svo sem alveg skiljanlegt. En ég segi að það hefði bara átt að skjóta hann með svefnpílum og síðan setja hann í húsdýragarðinn eins og margir hafa nefnt.

Það sem mér finnst samt áhugaverðast við þetta að það komst ísbjörn til Íslands í fucking júní! Reyndar komust Ísbirnir reyndar víst oft til Íslands á 19. öld eins og segir í fréttinni en þá var Norðurpóllinn líka mun stærri en nú og því styttra á milli. Er þetta einhver skrítin afleiðing gróðurhúsaáhrifanna eða hvað?


Að lokum langar mig að enda þetta á léttum nótum og sýna ykkur þetta:

Wednesday, May 28, 2008

Í geimnum heyrir enginn öskur yðar

Ég hef einhverja skrítna þörf til að blogga en ég veit bara ekki alveg um hvað...


Ætli ég tali ekki bara um Alien kvadrilógíuna. Fyrir fjórum árum eða svo festi ég kaup á "Alien Quadrilogy", pakka sem inniheldur allar fjórar Alien myndirnar + aukadisk fyrir hverja mynd + einn aukadisk í viðbót með efni sem á við allar myndirnar. Semsagt 9 diskar í einum pakka! Auk myndanna er í þessum pakka að finna special editions um hverja mynd fyrir sig, commentary yfir hverri mynd og margar stuttar heimildarmyndir sem lýsa öllu sem varðar gerð hverrar myndir: Hvernig handritin urðu til, hvernig sviðsmyndirnar voru hugsaðar, hvernig tökurnar gengur fyrir sig, hvernig viðtökurnar urðu og ég veit ekki hvað og hvað. Af einhverri ástæðu, kannski bara af því að þetta er svo mikið af efni, hafði ég ekki lagt í það að sökkva mér í þetta fyrr en nú. Ég kláraði skólann þann 8. maí en mun ekki byrja að vinna fyrr en 2. júní. Þar af leiðandi hef ég haft mikinn frítíma og hef því notað eitthvað af honum í að skoða þennan pakka. Ég er langt frá því búinn að fara í gegnum allt efnið en ég hef lært margt skemmtilegt af þessu. Eins og t.d. eftirfarandi staðreyndir:

Vinnuheitið á Alien var Star Beast.

Ripley átti upprunalega að vera karlmaður.

Hugmyndin að Alien kviknaði út frá hinu afar flippuðu mynd Dark Star, frumraun John Carpenter sem leikstjóra, þar sem geimveran var baðbolti! Handritshöfundurinn Dan O´Bannon vildi skrifa svipaða mynd sem væri hrollvekja en ekki gamanmynd.

Útlitið á geimverunni var ekki hannað sérstaklega fyrir myndina heldur unnið út frá teikningum sem H.R. Giger hafði gert fyrir bók sína Necronom IV. Eitthvað af því sem var notað í myndinni var unnið út frá efni sem var búið til fyrir mynd sem átti að gera eftir skáldsögunni Dune (Sem David Lynch gerði síðan mynd eftir) O´Bannon og Giger unnu báðir við þessa mynd og Alejandro Jodorowsky ætlaði að leikstýra henni. Pink Floyd átti að sjá um tónlistina Orson Welles og Salvador Dalí voru líka orðaðir við hana en það varð síðan ekkert úr henni. Aðallega út af því að kostnaðurinn hefði verið gígantískur. En mikið hefði það nú verið frábært ef sú mynd hefði orðið að veruleika.

Já gott fólk, það getur verið mjög fræðandi og skemmtilegt að skoða aukaefni á dvd diskum. Ég mæli eindregið með því.

Ég ætla að enda þetta blogg með að því sýna okkur nokkrar teikningar sem voru gerðar fyrir myndina og einnig nokkur skot úr myndinni sjálfri.

Wednesday, May 21, 2008

Indie is the new mainstream!

Nýjasta plata indie grúppunar Death Cab For Cutie toppaði Billboard listann þessa vikuna. Hversu indie er hljómsveit þegar hún toppar Billboard listann? Er ekki kominn tími á að endurskýra þessa stefnu? Indie hefur allaveganna lítið með óháða tónlist að gera þessa dagana, heldur er það bara ákveðið sánd....sem nær samt ansi vítt, og er orðið frekar vinsælt núorðið.

Ég segi samt bara til fjandans með skilgreiningar. Hlustið bara á tónlistina og njótið hennar og ekki spá í hvort hún sé vinsæl eður ei. Mér finnst allaveganna Death Cab For Cutie vera fínasta hljómsveit. Ég fíla samt hliðarverkefni söngvarans Ben Gibbard, The Postal Service, ennþá meira. Er ekki að fara að koma ný plata frá þeim?

Ekki samkvæmt Wikipedia þar sem stendur: Gibbard stated that he and Tamborello were unlikely to release another album "before the end of the decade.

Damn!

Saturday, May 17, 2008

Snilld!

Hver snilldin rekur aðra í þessari frétt. Fyrst stendur að Werner Herzog og David Lynch ætli að fara að gera mynd saman. Tveir súrustu og áhugaverðustu leikstjórar heimsins í dag að gera mynd saman, það getur ekki verið leiðinlegt. Síðan ætlar Lynch að framleiða nýjustu mynd Alejandro Jodorowsky, fyrstu mynd hans síðan 1990. Ef einhver leikstjóri gæti talist steiktari en Lynch er það mögulega Hr. Jodorowsky og eru það mikil gleðitíðindi að hann sé loksins að gera nýja mynd, og kallinn verður áttræður á næsta ári!

Það sem kemur síðast er kannski það áhugaverðasta af öllu. Werner Herzog að endurgera Bad Lieutenant, sem mér finnst ekki vera svo gömul mynd en tíminn flýgur því það eru 16 ár síðan árið 1992! Bad Lieutenant er frekar fucked-up mynd og í leikstjórn Herzog ætti þessi endurgerð að vera jafnvel enn meira fucked up. Svo mun Nicolas Cage leika aðalhlutverkið, kannski fær hann loksins að sýna hvað í honum býr eftir allt of margar lélegar Hollywood myndir, þótt hann hafi brillerað inn á milli í myndum eins og Adaptation og Matchstick Men. En það er langt síðan maður hefur séð taktana sem hann sýndi í t.d. Wild At Heart og Vampire´s Kiss (þar sem hann át kakkalakka), fyrir utan kannski þegar hann var Castor Troy í Face/Off.

Friday, May 16, 2008

My future´s so bright, i gotta wear shades

Nýtt tímabil er að hefjast í lífi mínu. Ég skilaði BA ritgerðinni og fór í síðasta prófið á fimmtudaginn fyrir viku, þann 8. maí. Svo er bara útskrift eftir mánuð, þann 14. júní nánar tiltekið.

Ég komst ekki inn í Fræði & Framkvæmd. En ég græt það ekki, læt bara sem svo að mér var ekki ætlað að fara í það nám...þótt ég sé yfir höfuð ekki örlagatrúar. En stefnan er núna tekin á kvikmyndaskóla, eftir ár. Fyrst ætla ég að vinna í eitt ár, hugsa minn gang og svoleiðis. Ég held ég ætli líka að reyna að framkvæma hluti sem ég hef bara talað um að gera í mörg ár, eins og að gera stuttmynd sem ég get verið stoltur af en ekki bara eitthvað flipprugl. Og líka vera duglegri að æfa mig á gítarinn. Sjáum hvað setur.

En ég er allaveganna kominn með vinnu fram í október. Ég verð svokallaður Program Coordinator á Reykjavík International Film Festival. Hvorki meira né minna. Ég byrja samt ekki fyrr en í júní þannig að það er bara feitt chill framundan hjá mér næstu 2 vikur eða svo. En mig hlakkar til að byrja í þessari vinnu, hún virkar eins og klæðskerasniðin fyrir mig. Meðal annars felur hún það í sér að horfa á slatta af bíómyndum, sem er mjög gott.

Eitt af því sem ég ætla að reyna að gera í þessum nýja kafla í lífi mínu er að blogga meira. Ég hef oft talað um að blogga meira en sjaldan orðið neitt úr því. Haldið þið, lesendur góðir, að ég muni blogga meira?

Ég eftir mánuð.